Skip to main content

Jólastemmning í Safnahúsinu.

10. desember 2017

Það var líf og fjör í Safnahúsinu í dag þegar hin árlega jólasamkoma Þjónustusamfélagsins á Héraði fór fram. 

Samkoman hófst í Tjarnargarðinum þar sem jólasveinar skemmtu gestum og boðið var upp á heitt kakó og kaffi. Eftir að dagskránni í Tjarnargarðinum lauk lá leið gestanna í Safnahúsið þar sem Minjasafnið og Bókasafnið höfðu opnað dyr sínar upp á gátt. Frítt var inn á sýningar Minjasafnsins og á Bókasafninu var lesið upp úr nýútkomnum barnabókum. Á neðstu hæðinni hafði ljósmyndari Myndsmiðjunnar sett upp ljósmynda studio þar sem gestir og gangandi gátu látið mynda sig með jólasveini. Samkoman var afar vel sótt og jólabros á hverju andliti. Myndirnar tala sínu mál:

 

20171210 Jolasamkoma5
20171210 Jolasamkoma6
20171210 Jolasamkoma7
20171210 Jolasamkoma2
20171210 Jolasamkoma4
20171210 Jolasamkoma3
20171210 Jolasamkoma1
20171210 Jolasamkoma8

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...