Jólastemmning í Safnahúsinu.
10. desember 2017
Það var líf og fjör í Safnahúsinu í dag þegar hin árlega jólasamkoma Þjónustusamfélagsins á Héraði fór fram.
Samkoman hófst í Tjarnargarðinum þar sem jólasveinar skemmtu gestum og boðið var upp á heitt kakó og kaffi. Eftir að dagskránni í Tjarnargarðinum lauk lá leið gestanna í Safnahúsið þar sem Minjasafnið og Bókasafnið höfðu opnað dyr sínar upp á gátt. Frítt var inn á sýningar Minjasafnsins og á Bókasafninu var lesið upp úr nýútkomnum barnabókum. Á neðstu hæðinni hafði ljósmyndari Myndsmiðjunnar sett upp ljósmynda studio þar sem gestir og gangandi gátu látið mynda sig með jólasveini. Samkoman var afar vel sótt og jólabros á hverju andliti. Myndirnar tala sínu mál: