Skip to main content

Gestkvæmt í desember

19. desember 2017

Það sem af er desember hafa 210 nemendur á aldrinum 5-11 ára heimsótt Minjasafnið í þeim tilgangi að fá fræðslu um jólahald fyrri tíma.

Nemendurnir komu frá leikskólanum Tjarnarskógi, Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum hafa verið útgangspunkturinn í flestum heimsóknunum en margir þessara nemenda höfðu verið að vinna með vísurnar í skólum sínum. Í heimsóknunum var farið yfir vísurnar og fjallað um þá hluti og athafnir sem jólasveinarnir draga nöfn sín af. Út frá því spunnust svo umræður um aðstæður fólks og jólahald í gamla daga. Allar voru heimsóknirnar afar ánægjulegar enda gestirnir bæði áhugasamir og skemmtilegir. 

Á árinu 2017 hafa tæplega 700 nemendur og 95 kennarar heimsótt Minjasafnið. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá skólaheimsóknum í desember.

20171219 Geskvmt  Desember 6
20171219 Geskvmt  Desember 12
20171219 Geskvmt  Desember 4
20171219 Geskvmt  Desember 7
20171219 Geskvmt  Desember 2
20171219 Geskvmt  Desember 5
20171219 Geskvmt  Desember 9

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...