Skip to main content

Minjasafnið hlýtur styrki

13. febrúar 2018

Minjasafnið fékk tvo styrki úr Uppbyggingarsjóði Austurlands sem úthlutað var úr í dag.

Úthlutunin fór fram í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði að viðstöddu fjölmenni. Minjasafnið fékk tvo styrki að þessu sinni, annars vegar 300.000 krónur til að taka þátt í samstarfsverkefninu Nr. 2 Umhverfing en þar er á ferð myndlistarsýning með verkum eftir listamenn sem tengjast Fljótsdalshéraði sem sett verður upp í óhefðbundnum rýmum sumarið 2018. Hins vegar fékk safnið 400.000 krónur til að ráðast í viðhald og endurbætur á sumarhúsi Kjarvals í Kjarvalshvammi en Minjasafnið er umsjónaraðili húsanna í hvamminum. Á fékk verkefni Austfirskt fullveldi 500.000 króna styrk en þar er á ferð samstarfsverkefni safna og fræðslustofnan á Austurlandi í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Minjasafnið kemur að því verkefni. 

Áður hafði Nr. 2 Umhverfing fengið 200.000 króna styrk frá Fljótsdalshéraði og Landsvirkjun hafði veitt Minjasafninu 300.000 kónur í viðhald á sumarhúsi Kjarvals. 

Við þökkum fyrir stuðninginn og hlökkum til að takast á við þessi spennandi verkefni. 

Hér má lesa nánar um úthlutun Uppbyggingarsjóðs og þau verkefni sem fengu styrk. 

Mynd: Austurbrú