Hreindýrasérfræðingar framtíðarinnar
Góðir gestir mættu á Minjasafnið í dag til að skoða sýninguna Hreindýrin á Austurlandi.
Þar voru á ferð krakkarnir í öðrum bekk í Egilsstaðaskóla en þau hafa undanfarið verið að læra um hreindýr. Það var greinilegt að þau höfðu fylgst vel með í skólanum því þau kunnu skil á flestu sem fyrir augu bar. Eftir að hafa gengið um sýninguna og skoðað myndir, mælitæki, verkfæri, horn og fleira áhugavert, að ógleymdum sjálfum hreindýrstarfinum, geystust þau um sýninguna í "safnarallýi", verkefni sem er hluti af námsefninu sem Kennarinn vann fyrir Minjasafnið. Loks enduðu krakkarnir á að horfa á teiknimyndina Bjartur og Hreindýrið eftir Láru Garðarsdóttur en hún byggir á hreinreið Bjarts í Sumarhúsum úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness.
Við minnum á námsefni Minjasafnsins og Kennarans sem aðgengilegt er hér. Þar er að finna mismunandi námsefnispakka fyrir alla bekki grunnskólans sem bæði er hægt að nýta sem stuðning við heimsóknir á safnið eða bara sem sjálfstæð verkefni heima í skólastofunni. Við tökum fagnandi á móti skólahópum, hægt er að bóka heimsóknir á netfangi