Ný starfsstefna
08. maí 2018
Á fjögurra ára fresti setur Minjasafn Austurlands sér starfsstefnu þar sem áherslur starfseminnar næstu árin eru tíundaðar
og sett fram markmið sem ætlunin er að ná á næstu fjórum árum. Vinna við stefnuna hófst síðastliðið haust en fyrri starfsstefna rann úr gildi um síðustu áramót.
Starfsstefnan er unnin með hliðsjón af Safnastefnu á sviði menningarminja sem Þjóðminjasafn Íslands gefur út og Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs sem kom út árið 2016. Stefnunni er skipt upp í sjö málaflokka og undir hvern málaflokk eru sett fram ákveðin markmið og leiðir að þeim.
Starfsstefnuna má lesa hér.