Skip to main content

BRAS á Minjasafninu

07. september 2018

Minjasafnið tekur þátt í barnamenningarhátíðinni BRAS sem fram fer á Austurlandi í fyrsta sinn nú í september.

Hátíðin fer fram víðsvegar í fjórðungnum og í boði verður fjölbreytt dagskrá með vinnusmiðjum, leiksýningum, tónleikum og myndlistarsýningum í samstarfi við fjölmargar stofnanir. Minjasafnið lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja. Á opnunardegi hátíðarinnar, laugardaginn 8. september, verður upp á barnaleiðsagnir um sýningarnar Nr. 2 Umhverfing og Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? frá kl. 15:00-16:30. Þá mun safnið standa fyrir viðburði miðvikudaginn 26. september undir yfirskriftinni BRASað á Minjasafninu. Þá mun Berglind sagnakona leiða gesti um sýninguna Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? með leik og sögum; gestum verður boðið að prófa ýmsa leiki og þrautir frá fyrri tíð og síðast en ekki síst fá ungir gestir að athuga hvort í þeim leynist kannski fornleifafræðingar framtíðarinnar í sérstakri fornleifasmiðju. 

 Nánari upplýsingar um hátíðina og dagkskrá hennar má finna hér.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...