BRAS á Minjasafninu
Minjasafnið tekur þátt í barnamenningarhátíðinni BRAS sem fram fer á Austurlandi í fyrsta sinn nú í september.
Hátíðin fer fram víðsvegar í fjórðungnum og í boði verður fjölbreytt dagskrá með vinnusmiðjum, leiksýningum, tónleikum og myndlistarsýningum í samstarfi við fjölmargar stofnanir. Minjasafnið lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja. Á opnunardegi hátíðarinnar, laugardaginn 8. september, verður upp á barnaleiðsagnir um sýningarnar Nr. 2 Umhverfing og Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? frá kl. 15:00-16:30. Þá mun safnið standa fyrir viðburði miðvikudaginn 26. september undir yfirskriftinni BRASað á Minjasafninu. Þá mun Berglind sagnakona leiða gesti um sýninguna Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? með leik og sögum; gestum verður boðið að prófa ýmsa leiki og þrautir frá fyrri tíð og síðast en ekki síst fá ungir gestir að athuga hvort í þeim leynist kannski fornleifafræðingar framtíðarinnar í sérstakri fornleifasmiðju.
Nánari upplýsingar um hátíðina og dagkskrá hennar má finna hér.