Skip to main content

Brasað á Minjasafninu

26. september 2018

Börn og barnamenning tóku Minjasafnið yfir í dag í tilefni af barnamenningarhátíðinni BRAS.

Viðburðinn hafði yfirskriftina Brasað á Minjasafninu og þar var lögð áhersla á að leyfa börnunum að "þora, vera og gera" sem eru einmitt einkunnarorð hátíðarinnar. Berglind sagnakona heimsótti safnið, spjallaði við gestina og sagði þeim margvíslegar sögur frá fyrri tíð. Sögustundin var í tengslum við sýninguna Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?  sem nú stendur yfir á fjórum stöðum á Austurlandi. Þá voru einnig settar upp þrjár smiðjur þar sem krakkarnir gátu mátað víkingabúninga, prófað gamla leiki og þrautir og síðast en ekki síst var boðið upp á fornleifasmiðju þar sem hægt var grafa eftir fornleifum (eftirlíkingum) og kynnast störfum fornleifafræðinga. Síðastnefnda smiðjan slóg algjörlega í gegn og greinilegt að meðal gesta voru margir fornleifafræðingar framtíðarinnar. 

Barnamenningarhátíðin BRAS er nýstofnuð menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptin nú í september og fór fram víðsvegar í fjórðungnum. Í boði var fjölbreytt dagskrá með vinnusmiðjum, leiksýningum, tónleikum og myndlistarsýningum í samstarfi við fjölmargar stofnanir.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...