Skip to main content

Fullveldi fagnað á Austurlandi

23. nóvember 2018

Hátíðardagskrá verkefnisins „Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?“ verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum laugardaginn 1. desember frá 13:00 til 15:00.

Verkefnið Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? er samstarfsverkefni níu mennta-, menningar- og rannsóknarstofnana á Austurlandi sem tóku höndum saman í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Í verkefninu eru hugtökin fullveldi og sjálfbærni og tengslin þar á milli skoðuð með nýstárlegum og frumlegum hætti. Meðal afurða verkefnisins má nefna heimasíðu, fræðsluefni og sýningar sem opnaðar voru á fjórum stöðum á Austurlandi 17. júní síðastliðinn. Sýningarnar fjalla um börn árin 1918 og 2018 og er líf þeirra, nánasta umhverfi og samfélag speglað við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Verkefnið mun svo ná hápunkti á fullveldishátíðinni sem fram fer í Menntaskólanum á Egilsstöðum á fullveldisdaginn, 1. desember. Þar verða sýningarnar fjórar sameinaðar á einn stað og boðið upp á fjölbreytta dagskrá. 

 

Dagskrá hátíðarhaldanna í Menntaskólanum 1. desember:

Kór – Kammerkór Egilsstaðakirkju/Héraðsdætur
Setning - Signý Ormarsdóttir
Tónlistaratriði – Soffía Mjöll Thamdrup og Karen Ósk Björnsdóttir
Um fullveldishugtakið – Jónas Reynir Gunnarsson
Kór – Kammerkór Egilsstaðakirkju
Upplestur – Ása Þorsteinsdóttir
Tónlistaratriði – Hljómsveitin Dúkkulísurnar

MENNTASKÓLINN Í FULLVELDISGÍR

Hátíðarsalur:

Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi?“ Sýningar frá söfnum í fjórðungnum

Kaffiveitingar – kleinu- og pönnukökubakstur

Kennsluhús ME:

Græn sýning umhverfisnefndar - stofur 24 og 25

Brauðmót - Steinrún Ótta Stefánsdóttir og Lára Vilbergsdótir - anddyri

Meistaraverkefni í sjálfbærri þróun til sýnis – anddyri
Listasmiðja listanemenda – Heimsmarkmarkmið - teiknimyndasmiðja – niðri

Græn jól og föndur - uppi

Grímur framtíðarsýn – sýning grunnskólanema af Héraði – niðri

Veggspjöld frá nemendum - stofa 28

Veggspjöld – ég árið 1918 / ég árið 2118 – stofa 29

„Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?“ er samstarfsverkefni átta austfirskra mennta-, menningar- og rannsóknastofnana sem hafa tekið höndum saman til að skoða á nýstárlegan hátt austfirskt fullveldi, sjálfbærni og tengslin þar á milli.

Nánari upplýsingar um verkefnið á austfirsktfullveldi.is

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...