Skip to main content

Bætist við námsefni Minjasafnsins

30. nóvember 2018

Á dögunum bættist jólaleg viðbót við námsefni Minjasafns Austurlands en þá var hleypt af stokkunum námsefnispakka fyrir yngsta stig þar sem fjallað er um jólasveina og jólahald í gamla dag.

Námsefni Minjasafns Austurlands hefur verið í vinnslu og þróun um nokkurt skeið í samstarfi við Unni Maríu Sólmundsdóttir sem á og rekur námsefnisgagnabankann Kennarinn.is. Um er að ræða 10 námsefnispakka, einn fyrir hvern bekk grunnskólans. Fjallað er um mismunandi efni í hverjum pakka en allir tengjast þeir safnkosti Minjasafnsins eða sögu Austurlands

 

„Safnið fékk styrk úr Safnasjóði til að láta vinna efnið en markmiðið verkefnisins er fyrst og fremst að auka við og bæta safnfræðslu Minjasafnsins“ segir Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnstjóri. „Efnið er hugsað sem stuðningur við heimsóknir safnið en það var einnig lagt upp með að kennarar sem ekki eiga þess kost að koma með nemendur í heimsókn geti nýtt það við sína kennslu heima í skólastofunni“. 

Pakkinn sem hleypt var af stokkunum nú á dögunum ber yfirskriftina Jólahald í gamla daga. Í tengslum við hann býður Minjasafnið upp á skólaheimsóknir þar sem fjallað er um líf fólks og jólahald fyrr á tímum með sérstakri áherslu á þá hluti og athafnir sem jólasveinarnir draga nöfn sín af.

Nánari upplýsingar um námsefnið má finna hér

Hægt er að bóka skólaheimsókn á Minjasafnið með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 471-1417.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...