Skip to main content

Jólagluggi verslunar Pálínu Waage

10. desember 2018

Nú í desember gefst gestum safnshússins kostur á að hverfa aftur í tímann og skyggnast inn um jólaglugga verslunar Pálínu Waage. 

Verslun E.J. Waage á Seyðisfirði var upphaflega stofnuð af Pálínu Guðmundsdóttur Waage árið 1907 í nafni eiginmanns hennar, Eyjólfs Jónssonar Waage. Síðar tók Jón sonur þeirra við rekstrinum en árið 1962 var komið að Pálínu Waage yngri, dótturdóttur Pálínu og Eyjólfs að taka við keflinu. 

 

Undir stjórn Pálínu yngri var verslunin nefnd Pöllubúð í daglegu tali. Búðin er ógleymanleg öllum sem í hana komu en þar var sannarlega hægt að fá allt milli himins og jarðar. Í viðtali við Morgunblaðið árið 1999 svaraði Pálína spurningu um hvað hún seldi í búðinni með orðunum "hvað sel ég ekki?"

Minjasafn Austurlands geymir mikið safn gripa sem tengist verslunarrekstri Pálínu Waage. Í tilefni jóla hefur verið settur upp búðargluggi með jólavörum úr búðinni í skápnum fyrir framan Bókasafnið á þriðju hæð.

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...