Skip to main content

Safnfræðsla í desember

17. desember 2018

Nú á aðventunni hefur oftar en ekki mátt sjá litlar gulklæddar verur á ferðinni við Safnahúsið.

Þar hafa ekki verið á ferð gulklæddir jólasveinar eða aðrar jólaverur heldur börn úr leik- og grunnskólum á Fljótsdalshéraði en yfir 150 nemendur hafa heimsótt Minjasafnið í desember og fengið fræðslu um jólahald í gamla daga með sérstakri áherslu á áhugamál jólasveinanna. Mörg þeirra hafa einnig unnið með námsefni Minjasafnsins en nýr námsefnispakki fyrir yngsta stig grunnskóla leit dagsins ljós í byrjun desmber. Þar er þemað einmitt jól og jólahald í gamla daga.

Heimsóknirnar hafa allar verið afar ánægjulegar og við þökkum nemendum og kennurum kærlega fyrir komuna. 

 

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...