Skip to main content

Safnfræðsla í desember

17. desember 2018

Nú á aðventunni hefur oftar en ekki mátt sjá litlar gulklæddar verur á ferðinni við Safnahúsið.

Þar hafa ekki verið á ferð gulklæddir jólasveinar eða aðrar jólaverur heldur börn úr leik- og grunnskólum á Fljótsdalshéraði en yfir 150 nemendur hafa heimsótt Minjasafnið í desember og fengið fræðslu um jólahald í gamla daga með sérstakri áherslu á áhugamál jólasveinanna. Mörg þeirra hafa einnig unnið með námsefni Minjasafnsins en nýr námsefnispakki fyrir yngsta stig grunnskóla leit dagsins ljós í byrjun desmber. Þar er þemað einmitt jól og jólahald í gamla daga.

Heimsóknirnar hafa allar verið afar ánægjulegar og við þökkum nemendum og kennurum kærlega fyrir komuna.