Skip to main content

Safnfræðsla á Þorra: heimsóknir og nýtt námsefni

25. janúar 2019

Nú er þorri genginn í garð með öllum sínum hefðum og siðum. Þá er líflegt í safnfræðslu Minjasafnsins.

Í gegnum tíðina hafa kennarar verið duglegir að nýta þorrann til að kynna menningar- og matararf þjóðarinnar fyrir nemendum sínum. Er það ekki að undra því þessi árstími er vel til þess fallinn að huga að því hvernig líf fólks var í gamla daga, hvað þurfti til að þreyja þorrann, hvernig matur var unninn og geymdur, hvernig tímatalið var og sitt hvað fleira.

Minjasafnið leggur sitt af mörkum til þessarar fræðslu. Auk þess að bjóða upp á fræðslu tengda þorranum fyrir bæði leik- og grunnskóla, sviptum við í dag hulunni af nýjasta pakkanum í námsefni Minjasafnsins sem unnið er í samstarfi við námsefnisútgáfuna Kennarinn.is. Pakkinn er ætlaður miðstigi og þar er fjallað um þorrann og ýmislegt sem honum tengist á nýstárlegan og líflegan hátt. Námsefni Minjasafnsins inniheldur einnig pakka um þorrann ætlaðan yngsta stigi.

Námsefni Minjasafnsins er hugsað sem stuðningur við heimsóknir skóla á safnið en þó er einnig lagt upp með að þeir kennarar sem ekki eiga þess kost að koma með nemendur sína í heimsókn geti nýtt efnið við sína kennslu og þannig skyggnst inn um glugga safnsins í gegnum netið.

Hægt er bóka skólaheimsóknir með því að hafa samband á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1412 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...