Skip to main content

Minjasafnið hlýtur styrki úr Uppbyggingarsjóði

28. janúar 2019

Tvö verkefni á vegum Minjasafnsins hlutu í dag styrki úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. 

Annars vegar fékk safnið styrk til áframhaldandi forvörslu og viðhalds á sumarhúsi Kjarvals í Kjarvalshvammi og hins vegar fékk safnið styrk til að standa fyrir námskeiðum og málþingi um gamlar handverksaðferðir í samstarfi við Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað og Heimilisiðnaðarfélag Íslands.

Úthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Valaskjálf á Egilsstöðum. Rúmum sextíu milljónum var að þessu sinni úthlutað til 61 verkefnis en alls bárust 116 umsóknir. Nánar má lesa um úthlutunina hér. 

Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur það hlutverk að styrkja menningar-, nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...