Skip to main content

Minjasafnið hlýtur styrki úr Uppbyggingarsjóði

28. janúar 2019

Tvö verkefni á vegum Minjasafnsins hlutu í dag styrki úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. 

Annars vegar fékk safnið styrk til áframhaldandi forvörslu og viðhalds á sumarhúsi Kjarvals í Kjarvalshvammi og hins vegar fékk safnið styrk til að standa fyrir námskeiðum og málþingi um gamlar handverksaðferðir í samstarfi við Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað og Heimilisiðnaðarfélag Íslands.

Úthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Valaskjálf á Egilsstöðum. Rúmum sextíu milljónum var að þessu sinni úthlutað til 61 verkefnis en alls bárust 116 umsóknir. Nánar má lesa um úthlutunina hér. 

Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur það hlutverk að styrkja menningar-, nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans