Æskan á millistríðsárunum - ný vefsýning á Sarpi

Minjasafnið tekur þátt í nýrri vefsýningu sem opnuð hefur verið á Sarpur.is. Sýningin er samsýning 16 safna.

Þar er hægt að skoða myndir af gripum sem allir eiga það sameiginlegt að tengjast á einhvern hátt æskunni á millistríðsárunum. Á sýningunni kennir ýmissa að grasa og má þar finna bæði leikföng, föt, listaverk og húsgögn svo eitthvað sé nefnt. Skoða má sýninguna með því að smella hér.

Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn sem 50 íslensk söfn nota til að halda utan um safneign sína. Á ytri vef Sarps, www.sarpur.is er hægt að nálgast upplýsingar um stóran hluta þeirra gripa sem söfnin varðveita og stöðugt bætast fleiri gripir við. Hér á Minjasafni Austurlands vinna safnverðir ötullega að því alla daga að skrá gripi og bæta eldri skráningar í Sarpi. Stóran hluta safnkost Minjasafnsins má skoða á www.sarpur.is