Viltu vinna á safni?
05. apríl 2019
Laus er til umsóknar staða safnvarðar á Minjasafni Austurlands. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019.
Helstu verkefni
- Safnkennsla og miðlun
- Safnvarsla og móttaka gesta
- Umsýsla safnkosts
Hæfniskröfur:
- Þekking og/eða áhugi á þjóðmenningu og sögu og menningu Austurlands er skilyrði.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti er skilyrði.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði safnafræði, sagnfræði, þjóðfræði, fornleifafræði, forvörslu eða kennslu er kostur.
- Reynsla af kennslu og/eða annarri vinnu með börnum er kostur
- Reynsla af safnastarfi er kostur.
- Reynsla af miðlun og sýningarhaldi er kostur.
- Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum er kostur.
Við leitum að jákvæðum, nákvæmum og skipulögðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og á auðvelt með samskipti við alla aldurshópa. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Starfshlutfall: 60-80%
Laun samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur: Til og með 30. apríl.
Nánari upplýsingar veitir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri, netfang:
Umsókn og ferilskrá sendist á