Skip to main content

Komdu á safn - nýtt myndband

18. maí 2019

Í dag er alþjóðlegur dagur safna og söfn landsins vekja athygli á því fjölbreytta starfi sem fram fer á söfnum með ýmsum hætti.

Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra safna og safnmanna látið gera stutt og skemmtileg kynningarmyndbönd um safngest sem fyrir tilviljun uppgötvar þá töfraheima sem finna má á söfnum landsins og einsetur sér að skoða þau sem flest. Í dag var þriðja myndbandið frumsýnt og þá var gesturinn kominn á kunnuglegar slóðir en hann heimsækir meðal annars bæði Minjasafn Austurlands og Stríðsárasafnið á Reyðarfirði.

 

Hægt er að skoða öll myndböndin með því að smella hér.

Mynd: Skjáskot úr myndbandi nr. 3