Skip to main content

Málþing, sýningaropnun og Út úr skápnum!

03. júní 2019

Þjóðlegt handverk og hefðir voru í öndvegi í Safnahúsinu síðastliðinn laugardag. Þá fór þar fram málþingið Handverk og hefðir – Hvaðan komum við? Hvert stefnum við? Hvar liggja tækifærin? þar sem fjallað var um þjóðlegt handverk og hefðir í víðum skilningi. Þá gafst gestum einnig kostur á að fá ráðgjöf varðandi þjóðbúninga frá sérfræðingum. Þá var opnuð ný sýning á vegum Minjasafnsins.

Það voru Minjasafn Austurlands og Hallormsstaðaskóli sem stóðu fyrir málþinginu í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Málþingið var upphaf á samstarfi um námskeiðahald sem þessar stofnanir hyggjast fara í á haustdögum. Fyrirlesarar koma víða að af landinu en áttu það allir sameiginlegt að brenna fyrir íslensku handverki og handverkshefðum. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóli hóf málþingið á því að kynna þær áherslubreytingar sem Hallormsstaðaskóli gengur nú í gegnum en þar verður boðið upp á nám í sjálfbærni og sköpun með áherslu á hráefni úr nærumhverfinu á sviði matarfræði og textíls. Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins flutti erindi sem bar yfirskriftina „Hamingjan býr í handverkinu“ þar sem hún kynnti félagið og sagði frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á jákvæð áhrif handverks og sköpunar á andlega heilsu. Kristín Vala Breiðfjörð formaður þjóðháttafélagsins Handraðans kynnti starfsemi þess og Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, ein af Spunasystrum, fjallaði um nýtingu á eigin afurðum en hún hefur ásamt fleirum unnið úr ull af svokölluðu feldfé. Síðast en ekki síst fjallaði Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú, um austfirskar handverksaðferðir og hvernig handverksarfurinn hefur verið nýttur í nútíma sköpun og hönnum. Ákveðins samhljóms gætti hjá öllum fyrirlesurunum en allar komu þær inn á hvernig sú núvitund sem felst í því að stunda handverki, ekki síst í hópi, væri góð leið til að takast á við við hraða og streitu nútíma samfélags. Einnig komu þær allar inn á mikilvægi þess að náttúrulegar, vandaðar afurðir vikju fyrir einnota óumhverfisvænni framleiðslu.

Að málþingi loknu var boðið upp á viðburð sem nefnist „Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk!“. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið en félagið hefur staðið fyrir sambærilegum viðburðum víða um land. Eins og nafnið gefur til kynna snýst hann um að ná þjóðbúningum landsmanna út úr skápunum og koma þeim í brúk. Þær Margrét Valdirmarsdóttir og Kristín Vala Breiðfjörð svöruðu spurningum gesta og þeim til fulltingis var Lára Elisdóttir klæðskeri. Margir búningaeigendur lögðu leið sína í Safnahúsið og fengu svör við spurningum um breytingar, varðveislu, aldur og margt fleira.

Við þetta tækifæri var einnig opnuð ný sýning í sýningarsal Minjasafnsins sem ber nafnið Slifsi. Eins og nafnið bendir til er þar til sýnis brot af þeim peysufataslifsum sem Minjasafnið varðveitir. Sýningin mun standa fram á haust.

Málþingið og námskeiðin sem verða haldin í framhaldinu hafa hotið styrki úr Safnasjóði, Uppbygginarsjóði Austurlands og Fljótsdalshéraði

20190601 130601
20190601 1328020
20190601 Handverk 2
20190601 144110
20190601 145723
20190601 155541
20190601 Handverk 14
20190601 Handverk
20190601 153059
20190601 154141
20190601 154359
20190601 153250
20190601 154134

 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...