Skip to main content

Slifsi

13. júní 2019

Slifsi er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir í Minjasafni Austurlands. 

Þar eru til sýnis nokkur af þeim fjölmörgu peysufataslifsum sem varðveitt eru á safninu. Þau eru frá ýmsum tímum og eins ólík og þau eru mörg en eiga það öll sameiginlegt að hafa prýtt peysuföt austfirskra kvenna við hátíðleg tækifæri. Sýningarhönnun var í höndum Perlu Sigurðardóttur hjá PES ehf.

Samhliða sýningunni var opnuð vefsýning á Sarpi þar sem áhugasamir geta skoðað myndir af slifsunum og nálgast nánari upplýsingar um þau.