Skip to main content

BRAS: Þora, vera, gera!

11. október 2019

Rúmlega 220 börn hafa lagt leið sína í Safnahúsið á undanförnum vikum til að taka þátt í viðburðum í tilefni af BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. 

Þetta er í annað sinn sem BRAS er haldin en markmið hátíðarinnar er að gefa börnum og ungmennum á Austurlandi tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Menningarstofnanir á Austurlandi buðu börnum á svæðinu upp á margvíslegar smiðjur þar sem krakkarnir fengu fjölbreytt tækifæri til sköpunar. Minjasafnið lét ekki sitt eftir liggja og bauð bæði upp á opnar smiðjur fyrir almenning og einnig smiðjur þar sem kennarar gátu komið með nemendur sína á skólatíma. Þá bauð Bókasafn Héraðsbúa einnig upp á smiðjur. 

Opnar smiðjur Minjasafnsins voru þrjár: fornleifasmiðja, leikjasmiðja og tálgunarsmiðja. Í fornleifasmiðjunni gafst þátttakendum kostur á að bregða sér í hlutverk fornleifafræðinga með því að leita að "fornleifum" í mold, rannsaka þær og skrá um þær upplýsingar. Í leikjasmiðjunni var boðið upp á margvíslega leiki allt frá víkingaöld til okkar tíma. Þar gafst þátttakendum kostur á að prófa hnefatafl, myllu, hoppa í parís og listina að stökkva yfir sauðalegg og sækja smjör í strokkinn svo fátt eitt sé nefnt. Í tálgunarsmiðjunni var vandvirknin í fyrirrúmi en þar fengu krakkarnir innsýn í listina að tálga í tré undir leiðsögn Bjarka Sigurðssonar. Smiðjurnar fóru allar fram á milli kl. 16:00 og 18:00 og lögð var áhersla á að þangað gætu fjölskyldur mætt þegar þeim hentaði og átt saman notalega stund. 

Auk opnu smiðjanna bauð Minjasafnið grunnskólum á Fljótsdalshéraði uppá að koma með nemendur í smiðjur sem báru yfirskriftina Þjóðasagna StopMotion - sagnahefðir fortíðar og sköpunaraðferðir nútíðar. Þar komu nemendur í heimsókn á safnið og unnu hreyfimynd upp úr þjóðsögu að eigin vali. Egilsstaðaskóli kom með 3. og 4. bekk í slíkar smiðjur og Brúarásskóli kom með nemendur í 4.-7. bekk. Myndirnar voru hver annarri frumlegri og ljóst að ekkert vantaði upp á sköpunarkraftinn og útsjónarsemina hjá kvikmyndagerðarfólkinu. Afrakstur smiðjanna má sjá á skjá á þriðju hæð Safnahússins.

Þá bauð Bókasafn Héraðsbúa kennurum í grunnskólum á Fljótsdalshéraði upp á að koma með nemendur í bókalistamiðjur. Þar kenndi Málfríður Finnbogadóttir nemendum að búa til listaverk úr gömlum bókum. Egilsstaðaskóli kom með 6. bekk í slíka smiðju og Fellaskóli kom með 2.-4. bekk. Krakkarnir voru mjög áhugasamir um þessa ágætu aðferð við að endurnýta bækur.

BRAS hefur fest sig í sessi sem mikilvæg menningarhátíð fyrir börn og ungmenni fjórðungsins. Það er dýrmætt fyrir ungu kynslóðina að fá fjölbreytt tækifæri til að sköpunar og tjáningar og einnig að fá að njóta menningarviðburða í heimabyggð. Lengi lifi BRAS!

20191011 BRAS 1
20191011 BRAS 2
20191011 BRAS 3
20191011 BRAS 4
20191011 BRAS 6
20191011 BRAS 7
20191011 BRAS 8
20191011 BRAS 9
20191011 BRAS 10
20191011 BRAS 11
20191011 BRAS 12
20191011 BRAS 13
20191011 BRAS 5
20191011 BRAS 14
20191011 BRAS 15
20191011 BRAS 16

 

 

 

Síðustu fréttir

Fjölbreyttar smiðjur í tengslum við BRAS
06. nóvember 2023
Eins og undanfarin ár tók Minjasafn Austurlands virkan þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefni safnsins voru sérstaklega viðamikil í ár en grunnskólum í Múlaþingi var ...
Dagar myrkurs í Safnahúsinu
02. nóvember 2023
Í tilefni af byggðahátíðinni Dögum myrkus Dögum myrkus buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem afþreying sem tengist árstímanum, myrkrinu og hrekkavökunni voru í hávegum. Lesnar vor...
Lokað 24. október
23. október 2023
Minjasafn Austurlands verður lokað mánudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls enda vinna aðeins konur á safninu.  Safniðverður opnað aftur á venjubundnum tíma á miðvikudaginn kl. ...