Skip to main content

Ráðstefna: Kallað eftir erindum

17. janúar 2020

Félag Þjóðfræðinga á Íslandi og Minjasafn Austurlands kalla eftir erindum fyrir ráðstefnu sem þau standa fyrir í maí. 

Félag Þjóðfærðinga á Íslandi hefur í gegnum tíðina staðið fyrir landsbyggðarráðstefnum víða um land í samstarfi við safn eða fræðastofnun á viðkomandi stað. Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin á Egilsstöðum, 15.-17. maí næstkomandi og í samstarfi við Minjasafn Austurlands. 

Yfirskrift og þema ráðstefnunnar eru Vegamót sem vísar til þess að á ráðstefnunni mætist fólk úr ólíkum áttum; fólk frá ólíkum landshornum, fólk úr ýmsum fræðigreinum, nemar á ýmsum stigum í námi, áhuga- og fræðafólk. Þar mætast líka ólík viðfangsefni, hugmyndir, aðferðir og nálganir, fortíð og nútíð og hinir ýmsu krókar og kimar mannlífsins. Vegamót standa líka fyrir hreyfanleika, ferðalög og breytingar. Þegar komið er að vegamótum er venjan að staldra við, horfa í kringum sig, kanna ólíka möguleika og jafnvel líta yfir farinn veg. Svo þarf að ákveða hvort breyta eigi um stefnu eða halda áfram á sömu leið. Yfirskriftin vísar einnig til staðsetningar ráðstefnunnar á Egilsstöðum en þeir hafa í gegnum tíðina verið nefndir vegamót Austurlands.

Þau sem hafa áhuga á að flyta erindi á ráðstefnunni eru beðin um að senda titil og stutt ágrip (200-300 orð) á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1. mars næstkomandi. Öllum er frjálst að senda inn erindi. 

Áhugasömum er jafnframt bent á Facebook-viðburð ráðstefnunnar, þar koma inn nánari upplýsingar eftir því sem nær dregur. 

Uppfært: Vegna takmarkana á samkomuhaldi vegna Covid19 hefur ráðstefnunni verið frestað fram í september. 

 

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...