Skip to main content

Vegna Covid-19 og samkomubanns

16. mars 2020

Minjasafn Austurlands verður áfram opið á hefðbundnum opnunartímum (þriðjudaga – föstudaga, 11:00-16:00) en engir viðburðir verða haldnir á vegum Minjasafnsins á meðan samkomubann stendur yfir.

Þeir hlutar grunnsýningar Minjasafnsins sem krefjast þess að gestir handleiki gripi eða tæki hafa annað hvort verið fjarlægðir tímabundið eða þeir sótthreinsaðir oft og reglulega yfir daginn. Snertifletir í almennu rými safnahússins eru einnig sótthreinsaðir oft og reglulega á opnunartíma hússins. Leiðbeiningar á þremur tungumálum um hvernig forðast megi smit hafa verið hengdar upp á áberandi stöðum í húsinu og gestir beðnir um að sótthreinsa hendur við komuna í húsið. 

Opnun safnsins verður endurskoðuð ef forsendur og fyrirmæli yfirvalda breytast.  

Verið velkomin á Minjasafn Austurlands. 

---

The Icelandic Minister of Health has imposed a ban on public events and gatherings. The ban does not affect the opening hours of The East Iceland Heritage Museum (Tuesday - Friday 11:00-16:00). We do not expect many guests at a time at this time of year and our premises allow for sufficient distance between guests. The museum will not host any events during the ban.

We kindly ask our guests to wash and disinfect their hands and they enter the house.