Skip to main content

Covid-19 og söfn: Hvernig er hægt að bregðast við?

30. mars 2020

Í hádeginu á morgun stendur safnafræði við Háskóla Íslands fyrir fjarmálstofu (webinar) undir yfirskriftinni Covid-19 og söfn: Hvernig er hægt að bregðast við? 

Á málstofunni munu Elsa Guðný Björgvinsdóttir á Minjasafni Austurlands, Þóra Sigurbjörnsdóttir á Hönnunarsafni Íslands, Ólöf Breiðfjörð hjá Menningarhúsunum í Kópavogi, Helga Maureen Gylfadóttir hjá Borgarsögusafni og formaður FÍSOS, og Sigurjón Baldur Hafsteinsson við Háskóla Íslands ræða um þær áskoranir sem söfn og starfsmenn þeirra standa frammi fyrir á þessum fordæmalausu tímum og hvaða leiðir er hægt að fara til að halda í og styrkja tengsl safna við gesti þeirra og samfélag.

Málþingið er öllum opið, skráning og nánari upplýsingar hér

 

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...