Skip to main content

Covid-19 og söfn: Hvernig er hægt að bregðast við?

30. mars 2020

Í hádeginu á morgun stendur safnafræði við Háskóla Íslands fyrir fjarmálstofu (webinar) undir yfirskriftinni Covid-19 og söfn: Hvernig er hægt að bregðast við? 

Á málstofunni munu Elsa Guðný Björgvinsdóttir á Minjasafni Austurlands, Þóra Sigurbjörnsdóttir á Hönnunarsafni Íslands, Ólöf Breiðfjörð hjá Menningarhúsunum í Kópavogi, Helga Maureen Gylfadóttir hjá Borgarsögusafni og formaður FÍSOS, og Sigurjón Baldur Hafsteinsson við Háskóla Íslands ræða um þær áskoranir sem söfn og starfsmenn þeirra standa frammi fyrir á þessum fordæmalausu tímum og hvaða leiðir er hægt að fara til að halda í og styrkja tengsl safna við gesti þeirra og samfélag.

Málþingið er öllum opið, skráning og nánari upplýsingar hér

 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...