Austurland á tímum kórónaveirunnar
Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hafa tekið höndum saman um ljósmyndaverkefni sem miðar að því að safna samtímaheimildum um Austurland á tímum kórónaveirunnar.
Markmið verkefnisins er að fanga á mynd þær fordæmalausu aðstæður sem nú ríkja vegna Covid19 faraldursins og safna um leið heimildum um þessa tíma fyrir komandi kynslóðir. Myndirnar verða settar upp á sýningu þegar aðstæður leyfa og síðan varðveittar hjá Ljósmyndasafni Austurlands.
Ljósmyndarinn Tara Tjörvadóttir sér um að taka myndirnar og mun hún fara um svæðið með myndavélina á lofti næstu daga. Ef fólk veit um skemmtileg myndefni sem fanga vel daglegt líf á tímum kórónaveirunnar t.d. börn í heimaskóla, fólk í sóttkví, fólk að vinna að heiman, ný verkefni sem ástandið hefur leitt af sér eða áhugaverðar merkingar á opinberum byggingum, er það hvatt til að setja sig í samband við Töru í gegnum Facebook eða á netfangið
Ljósmynd: Tara Tjörvadóttir.
Uppfært 3. júlí 2020: Verkefnið fékk styrk úr Safnasjóði í flýttri aukaúthlutun Safnaráðs