Skip to main content

Opnunartími Minjasafnsins óbreyttur

31. júlí 2020

Á hádegi í dag taka í gildi hertar takmarkanir á samkomum hér á landi.

Opnunartími MInjasafns Austurlands verður óbreyttur en í samræmi við takmarkanir yfirvalda biðjum við gesti okkar um að sýna öðrum gestum og starfsfólki tillitsemi, virða tveggja metra regluna, þvo hendur og nota handspritt sem er aðgengilegt í afgreiðslu safnsins. Þá mega ekki vera fleiri en 20 inni í sýningarsal Minjasafnsins í einu samkvæmt tilmælum aðgerðarstjórnar almannavarna á Austurlandi. 

Í sumar er safnið opið alla daga frá kl. 10:00-18:00. Vetraropnunartími tekur gildi 1. september. Athugið að safnið verður lokað á frídegi verslunarmanna, 3. ágúst. 

Hér má lesa nánar um nýjar takmarkanir á samkomum.