Skip to main content

Skráning muna í Lindarbakka

03. september 2020

Torfhúsið Lindarbakki er eitt helsta kennileiti á Borgarfirði eystra enda er húsið mikil bæjarprýði.

Húsið var byggt árið 1899 og eru hlutar þess enn upprunalegir. Elísabet Sveinsdóttir (Stella á Lindarbakka)  og eiginmaður hennar heitinn, Skúli Ingvarsson, keyptu húsið árið 1979 og nýttu eftir það sem sumardvalarstað. Síðastliðið sumar afhenti Stella Borgarfjarðarhreppi húsið formlega til eignar.

Minjasafn Austurlands hlaut nú í sumar styrk í gegnum byggðaþróunarverkefnið Betri Borgarfjörður til að skrá munina sem tilheyra húsinu. Markmiðið er útbúa heilstæða skrá yfir gripina í húsinu, með myndum og upplýsingum um uppruna þeirra og sögu. Eyrún Hrefna Helgadóttir, þjóðfræðingur og starfsmaður Minjasafnsins, fer fyrir verkefninu en hægt er að fylgjast með framvindu þess í máli og myndum á Facebook og Instagram (@lindarbakki).

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...