Áhrif COVID-19 á safnastarf á Íslandi
15. september 2020
Safnaráð, Félag íslenska safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM hafa sent frá sér skýrslu um áhrif Covid-19 á safnastarf hér á landi.
Í skýrslunni eru teknar saman niðurstöður könnunar sem gerð var meðal safnstjóra viðurkenndra safna og ríkissafna í maí og júní síðastliðnum. Markmiðið könnunarinnar var að afla upplýsinga um þær áskoranir sem söfnin stóðu frammi fyrir í heimsfaraldi og samkomubanni. Ljóst er að áhrifa heimsfaraldurs gætti víða í starfi safna, þeim var gert að loka tímabundið, tekjur drógust saman, viðburða- og sýningarhald þurfti að endurskoða og mörg söfn stórefldu stafræna miðlun sína. Skýrsluna má nálgast hér.