Skip to main content

Áhrif COVID-19 á safnastarf á Íslandi

15. september 2020

Safnaráð, Félag íslenska safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM hafa sent frá sér skýrslu um áhrif Covid-19 á safnastarf hér á landi. 

Í skýrslunni eru teknar saman niðurstöður könnunar sem gerð var meðal safnstjóra viðurkenndra safna og ríkissafna í maí og júní síðastliðnum. Markmiðið könnunarinnar var að afla upplýsinga um þær áskoranir sem söfnin stóðu frammi fyrir í heimsfaraldi og samkomubanni. Ljóst er að áhrifa heimsfaraldurs gætti víða í starfi safna, þeim var gert að loka tímabundið, tekjur drógust saman, viðburða- og sýningarhald þurfti að endurskoða og mörg söfn stórefldu stafræna miðlun sína. Skýrsluna má nálgast hér.

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...