Skip to main content

Áhrif COVID-19 á safnastarf á Íslandi

15. september 2020

Safnaráð, Félag íslenska safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM hafa sent frá sér skýrslu um áhrif Covid-19 á safnastarf hér á landi. 

Í skýrslunni eru teknar saman niðurstöður könnunar sem gerð var meðal safnstjóra viðurkenndra safna og ríkissafna í maí og júní síðastliðnum. Markmiðið könnunarinnar var að afla upplýsinga um þær áskoranir sem söfnin stóðu frammi fyrir í heimsfaraldi og samkomubanni. Ljóst er að áhrifa heimsfaraldurs gætti víða í starfi safna, þeim var gert að loka tímabundið, tekjur drógust saman, viðburða- og sýningarhald þurfti að endurskoða og mörg söfn stórefldu stafræna miðlun sína. Skýrsluna má nálgast hér.

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...