Skip to main content

"Óskadraumur eiginkonunnar" á nýrri örsýningu

22. október 2020

Á þriðju hæð Safnahússins hefur nú verið sett upp snyrtistofa þar sem til sýnis eru alls konar fyrri tíma nýungar og nauðsynjar fyrir bæði dömur og herra. 

Hver man ekki eftir carmen-rúllunum og Sól sápunni? Að ekki sé nú talað um Ronson hárþurrkurnar sem voru hvorki meira né minna en "óskadraumur eiginkonunnar" ef marka má auglýsingar frá sjöunda áratug síðustu aldar. Þá má ekki gleyma háfjallasólinni sem þótti allra meina bót fyrir unga sem aldna.

Eflaust vekja gripirnir upp minningar hjá mörgum. Sumir þessara hluta eru notaðir enn í dag á meðan tímans tönn hefur ekki farið eins mjúkum höndum um aðra.

Sýningin stendur yfir til loka nóvember.  

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...