Skip to main content

"Óskadraumur eiginkonunnar" á nýrri örsýningu

22. október 2020

Á þriðju hæð Safnahússins hefur nú verið sett upp snyrtistofa þar sem til sýnis eru alls konar fyrri tíma nýungar og nauðsynjar fyrir bæði dömur og herra. 

Hver man ekki eftir carmen-rúllunum og Sól sápunni? Að ekki sé nú talað um Ronson hárþurrkurnar sem voru hvorki meira né minna en "óskadraumur eiginkonunnar" ef marka má auglýsingar frá sjöunda áratug síðustu aldar. Þá má ekki gleyma háfjallasólinni sem þótti allra meina bót fyrir unga sem aldna.

Eflaust vekja gripirnir upp minningar hjá mörgum. Sumir þessara hluta eru notaðir enn í dag á meðan tímans tönn hefur ekki farið eins mjúkum höndum um aðra.

Sýningin stendur yfir til loka nóvember.  

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...