Skip to main content

Jóladagatal Minjasafnsins

25. nóvember 2020

Eins og síðustu ár mun Minjasafnið telja niður til jóla með því að fjalla um 24 safngripi úr safnkosti Minjasafnsins, sem allir tengjast jólunum á einhvern hátt.

Fyrsti gluggi jóladagatalsins opnast á vefsíðu safnsins 1. desember en að þessu sinni verður sú nýbreytni á að einnig verður hægt að skoða grip hvers dags í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins. Þann 24. desember verða því til sýnis 24 hlutir í sýningarskápnum, sem allir tengjast jólunum á einhvern hátt og verða þeir til sýnis til og með 6. janúar 2021.

Við hvetjum alla til að fylgjast með jóladagatalinu hér á vefsíðu Minjasafnsins, sem og að leggja leið sína í Safnahúsið og berja gripina augum en þar er opið alla virka daga frá 9-19. Tilvalið að taka börn og barnabörn með sér og eiga notalegt samtal á aðventunni um jólin og jólahefðir fyrri tíma. 

Verið hjartanlega velkomin.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...