Jóladagatal Minjasafnsins
Eins og síðustu ár mun Minjasafnið telja niður til jóla með því að fjalla um 24 safngripi úr safnkosti Minjasafnsins, sem allir tengjast jólunum á einhvern hátt.
Fyrsti gluggi jóladagatalsins opnast á vefsíðu safnsins 1. desember en að þessu sinni verður sú nýbreytni á að einnig verður hægt að skoða grip hvers dags í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins. Þann 24. desember verða því til sýnis 24 hlutir í sýningarskápnum, sem allir tengjast jólunum á einhvern hátt og verða þeir til sýnis til og með 6. janúar 2021.
Við hvetjum alla til að fylgjast með jóladagatalinu hér á vefsíðu Minjasafnsins, sem og að leggja leið sína í Safnahúsið og berja gripina augum en þar er opið alla virka daga frá 9-19. Tilvalið að taka börn og barnabörn með sér og eiga notalegt samtal á aðventunni um jólin og jólahefðir fyrri tíma.
Verið hjartanlega velkomin.