Hlúð að sumarhúsi Kjarvals
Á dögunum lauk framkvæmdum ársins í Kjarvalshvammi en þar hefur verið hlúð að sumarhúsi Kjarvals þriðja árið í röð.
Björn Björgvinsson húsasmíðameistir hafði sem fyrr yfirumsjón með verkefninu sem hefur staðið yfir síðan 2018. Í ár var lögð áhersla á að gera við þak hússins. Skipt var um vindskeiðar og neðstu þakklæðningarborðin vegna fúsa. Þá var skipt um þakjárn og það fært til upprunalegs útlits. Eins og áður var lögð áhersla á að breyta ekki upprunlegu útliti hússins heldur fyrst og fremst að hlúa að því til að tryggja varðveislu þess. Áður höfðu undirstöður meðal annars verið endurnýjaðar og gert við landhliðarhússins og stafn að bakatil. Á næsta ári er stefnt á að mála þakið í réttum lit og gera við framstafn hússins, hurð og glugga eftir því sem fjármagn fæst. Nánar má lesa um húsið og fyrri framkvæmdir hér og hér
Verkefnið hefur hlotið styrki úr hinum ýmsu sjóðum, fyrst ber þar að nefna Húsafriðunarsjóð, Uppbyggingarsjóð Austurlands og Fljótsdalshérað en einnig hefur verkefnið verið styrkt af Safnasjóði, Alcoa og Landsvirkjun