Jóladagatal Minjasafnsins í fullum gangi
15. desember 2020
Nú er desember hálfnaður og 9 dagar eftir af jóladagatali Minjasafnsins.
Jóladagatalið hefur vonandi ekki farið framhjá neinum en á hverjum degi birtist hér inn á vefsíðunni einn valinn gripur úr safnkostinum sem tengist á einhvern hátt jólunum. Við minnum á að samhliða dagatalinu á vefsíðunni höfum við hvern dag sett grip dagsins í sýningarskápinn á efstu hæð Safnahússins og er því hægt að sjá með eigin augum alla þá gripi sem hafa leynst í gluggum dagatalsins hingað til. Þann 24. desember hafa allir gripir fengið sinn stað í sýningarskápnum og verður hægt að dást að þeim til og með 6. janúar n.k. Við hvetjum alla til þess að kíkja við.
Verið velkomin í Safnahúsið.