Skip to main content

Jóladagatal Minjasafnsins í fullum gangi

15. desember 2020

Nú er desember hálfnaður og 9 dagar eftir af jóladagatali Minjasafnsins.

Jóladagatalið hefur vonandi ekki farið framhjá neinum en á hverjum degi birtist hér inn á vefsíðunni einn valinn gripur úr safnkostinum sem tengist á einhvern hátt jólunum. Við minnum á að samhliða dagatalinu á vefsíðunni höfum við hvern dag sett grip dagsins í sýningarskápinn á efstu hæð Safnahússins og er því hægt að sjá með eigin augum alla þá gripi sem hafa leynst í gluggum dagatalsins hingað til. Þann 24. desember hafa allir gripir fengið sinn stað í sýningarskápnum og verður hægt að dást að þeim til og með 6. janúar n.k. Við hvetjum alla til þess að kíkja við. 

Verið velkomin í Safnahúsið. 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...