Safnfræðsla: Hreindýr, Kjarval, þorrinn, jólin og allt þar á milli
11. janúar 2021
Stór hluti af starfsemi Minjasafns Austurlands er að taka á móti skólahópum af öllum skólastigum.
Nú höfum við gert aðgengilegan lista yfir nokkrar heimsóknir sem Minjasafn Austurlands býður skólum að koma með nemendur sína í. Aldursviðmið eru aðeins til viðmiðunar og hægt er að aðlaga flestar heimsóknirnar að öllum aldri. Auk þessara heimsókna býður safnið skólahópum einnig upp á almenna leiðsögn um grunnsýningar safnsins og einnig er boðið oft upp á fræðslu í tengslum við tímabundnar sýningar sem eru þá auglýstar sérstaklega. Þá er vakin athygli á því að hér er aðeins um nokkrar tillögur að ræða og kennurum er velkomið að koma með eigin hugmyndir að heimsóknum.