Skip to main content

Safnfræðsla: Hreindýr, Kjarval, þorrinn, jólin og allt þar á milli

11. janúar 2021

Stór hluti af starfsemi Minjasafns Austurlands er að taka á móti skólahópum af öllum skólastigum.

Nú höfum við gert aðgengilegan lista yfir nokkrar heimsóknir sem Minjasafn Austurlands býður skólum að koma með nemendur sína í. Aldursviðmið eru aðeins til viðmiðunar og hægt er að aðlaga flestar heimsóknirnar að öllum aldri. Auk þessara heimsókna býður safnið skólahópum einnig upp á almenna leiðsögn um grunnsýningar safnsins og einnig er boðið oft upp á fræðslu í tengslum við tímabundnar sýningar sem eru þá auglýstar sérstaklega. Þá er vakin athygli á því að hér er aðeins um nokkrar tillögur að ræða og kennurum er velkomið að koma með eigin hugmyndir að heimsóknum.

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...