Vetur - ný örsýning á efstu hæð Safnahússins

Það eru eflaust margir sem fagna því skíðalyftur landsins hafi verið opnaðar í gær.

Þó eru enn takmarkanir í gangi, en skíðasvæði hafa ekki verið opin síðan í mars á síðasta ári. Við þetta tilefni fannst okkur við hæfi að setja upp litla vetrarsýningu í sýningarskápnum á efstu hæð Safnahússins en þar kennir ýmissa grasa. Má þar finna muni úr safnkosti Minjasafnsins sem tengjast vetrinum og vetraríþróttum en skápinn prýða einnig hinar ýmsu ljósmyndir frá Ljósmyndasafni Austurlands, sem gaman er að rýna í. 

Verið velkomin í Safnahúsið!