Skip to main content

Vetur - ný örsýning á efstu hæð Safnahússins

14. janúar 2021

Það eru eflaust margir sem fagna því skíðalyftur landsins hafi verið opnaðar í gær.

Þó eru enn takmarkanir í gangi, en skíðasvæði hafa ekki verið opin síðan í mars á síðasta ári. Við þetta tilefni fannst okkur við hæfi að setja upp litla vetrarsýningu í sýningarskápnum á efstu hæð Safnahússins en þar kennir ýmissa grasa. Má þar finna muni úr safnkosti Minjasafnsins sem tengjast vetrinum og vetraríþróttum en skápinn prýða einnig hinar ýmsu ljósmyndir frá Ljósmyndasafni Austurlands, sem gaman er að rýna í. 

Verið velkomin í Safnahúsið!

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...