Ekki gleyma G-vítamíninu!
09. febrúar 2021
Minjasafn Austurlands er meðal þeirra safna sem opna dyr sínar á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar, og bjóða upp á ráðlagðan dagskammt af "G-vítamíni"
Það er Geðhjálp sem stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur. Allan þorrann er daglega bent á eina aðgerð sem nota má sem G-vítamín. Miðvikudaginn 10. febrúar er G-vítamín dagsins að „Gleyma sér“.
Góð leið til að gleyma sér er einmitt að heimsækja safn, sökkva sér niður í það sem þar er í boði og njóta listar og menningar. Frítt er inn á valin söfn í tilefni dagsins og er Minjasafn Austurlands þar á meðal.
Safnið er opið frá 11:00-16:00. Verið velkomin en munið sóttvarnarreglur og tilmæli.