Skip to main content

Ekki gleyma G-vítamíninu!

09. febrúar 2021

Minjasafn Austurlands er meðal þeirra safna sem opna dyr sínar á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar, og bjóða upp á ráðlagðan dagskammt af "G-vítamíni"

Það er Geðhjálp sem stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur. Allan þorrann er daglega bent á eina aðgerð sem nota má sem G-vítamín. Miðvikudaginn 10. febrúar er G-vítamín dagsins að „Gleyma sér“.

Góð leið til að gleyma sér er einmitt að heimsækja safn, sökkva sér niður í það sem þar er í boði og njóta listar og menningar. Frítt er inn á valin söfn í tilefni dagsins og er Minjasafn Austurlands þar á meðal.

 Safnið er opið frá 11:00-16:00. Verið velkomin en munið sóttvarnarreglur og tilmæli. 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...