Eyðibýli á heimaslóðum

Ljósmyndasýningin "Eyðibýli á heimaslóðum" er nú til sýnis í Safnahúsinu.

Sýningin teygir sig á milli hæða í opnu rými hússins en hún er lokaverkefni Önnu Birnu Jakobsdóttur (f. 2001) frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2020. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna er um að ræða ljósmyndir af nokkrum völdum eyðibýlum á Austurlandi, en samtals tekur Anna Birna fyrir níu eyðibýli víðsvegar um landshlutann og er hægt er að lesa stutta lýsingu á hverju þeirra og sjá á korti hvar þau eru staðsett. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja við og sökkva sér í fortíðina með þessum flottu myndum. 

 

Sýninguna er hægt að skoða á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá 9-19.