Skip to main content

Eyðibýli á heimaslóðum

17. mars 2021

Ljósmyndasýningin "Eyðibýli á heimaslóðum" er nú til sýnis í Safnahúsinu.

Sýningin teygir sig á milli hæða í opnu rými hússins en hún er lokaverkefni Önnu Birnu Jakobsdóttur (f. 2001) frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2020. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna er um að ræða ljósmyndir af nokkrum völdum eyðibýlum á Austurlandi, en samtals tekur Anna Birna fyrir níu eyðibýli víðsvegar um landshlutann og er hægt er að lesa stutta lýsingu á hverju þeirra og sjá á korti hvar þau eru staðsett. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja við og sökkva sér í fortíðina með þessum flottu myndum. 

 

Sýninguna er hægt að skoða á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá 9-19.

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...