Skip to main content

Minjasafn Austurlands hlýtur öndvegisstyrk úr Safnasjóði

15. apríl 2021

Minjasafn Austurlands hlaut á dögunum öndvegisstyrk úr Safnasjóði. Framundan er bylting í húsnæðismálum safnsins og verður styrkurinn nýttur í verkefni sem tengjast henni. 

Á næstunni hefjast framkvæmdir við nýja viðbyggingu við Safnahúsið á Egilsstöðum þar sem safnið er til húsa. Sú framkvæmd er hluti af áætlunum sveitarfélagsins Múlaþings um að Safnahúsið og Sláturhúsið (sem hýsir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs) verði skilgreind menningarhús á Fljótsdalshéraði á grundvelli eldri áætlana stjórnvalda um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni. Framundan eru stór verkefni hjá Minjasafni Austurlands í tengslum við framkvæmdirnar en safnið þarf meðal annars að flytja stærstan hluta safnkostsins tímabundið úr húsinu á meðan framkvæmdum stendur. Þá er ætlunin að nýta styrkinn til að byggja upp aðstöðu safnsins í nýrri viðbyggingu og efla þannig faglegt starf þess á sviði varðveislu, rannsókna og miðlunar. Styrkurinn nemur átta milljónum króna sem skiptast niður á þrjú ár.

Þá hlaut safnið einnig verkefnastyrki til eins árs í framkvæmdir við sumarhús Kjarvals í Kjarvalshvammi og fyrir fyrirhugaða sumarsýningu safnsins. Einnig hlaut safnið styrk til starfrænna kynningarmála í aukaúthlutun úr Safnasjóði í lok síðasta árs. 

Nánar má lesa um úthlutanir Safnasjóðs hér

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr Safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. Það er mikill heiður fyrir Minjasafn Austurlands að umsókn þess um öndvegisstyrk hafi hlotið brautargengi og staðfesting á öflugu starfi þess. Styrkirnir munu allir nýtast safninu vel og efla starfsemi þess enn frekar. 
 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...