Skip to main content

Ársskýrsla 2020 komin á vefinn

26. apríl 2021

Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2020 er komin á vefinn.

Í skýrslunni er farið yfir starfsemi safnsins á þessu undarlega ári sem einkenndist öðru fremur af óvissu, lokunum og frestuðum verkefnum. Þrátt fyrir það var starfsemin fjölbreytt og heilmikið um að vera. Ýmsir áfangar náðust í skráningu og ráðist var í nýtt skráningarverkefni utan veggja safnsins. Heimsfaraldurinn leiddi líka af sér ný verkefni eins og samtímasöfnunarverkefnið Austurland á tímum kórónuveirunnar sem miðaði að því að safna ljósmyndum af ástandinu auk þess sem stafræn miðlun var efld með vefsýningum og ýmsum fróðleik. Þá var verkefni sem safnið kom að tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna sem var afar ánægjulegt og mikill heiður.  

Hægt er að nálgast ársskýrsluna hér. Eldri ársskýrslur og fleiri göng má nálgast í gagnasafninu sem finna má undir liðnum "Um safnið" hér efst á síðuna. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...