Skip to main content

Skráning muna á Lindarbakka - 1. áfanga lokið

13. júní 2021

Gestir Lindarbakka á Borgarfirði eystra geta í sumar lesið sér til um gripi hússins í nýútkominni skráningarskýrslu sem er afrakstur samstarfs Minjasafns Austurlands og heimamanna á Borgarfirði. 

Undanfarna mánuði hefur Minjasafn Austurlands unnið að því að afla upplýsinga um og skrá alla gripi sem tilheyra húsinu Lindarbakka. Verkefnið er samstarfsverkefni safnsins og heimamanna á Borgarfirði og kom til þegar Elísabet Sveinsdóttir (Stella) síðasti eigandi hússins, afhenti Borgarfjarðarhreppi húsið til eignar sumarið 2019. Fyrsta áfanga verkefnisins lauk nú í vor þegar lokið var við að skrá alla gripi hússins. Afraksturinn má skoða í skráningarskýrslu sem mun m.a. liggja frammi í Lindarbakka í sumar. Gestir Lindarbakka eru hvattir til að glugga í skýrsluna og að koma frekari upplýsingum um einstaka gripi á framfæri. 

Lindarbakki var byggður árið 1899 og eru hlutar hússins enn upprunalegir. Elísabet Sveinsdóttir (Stella á Lindarbakka) og eiginmaður hennar heitinn, Skúli Ingvarsson, keyptu húsið árið 1979 og nýttu eftir það sem sumardvalarstað. Stella hefur verið verkefnisstjóra innan handar við skráningu gripanna og veitt mikilvægar upplýsingar. 

Næsti áfangi verkefnisins hefst nú í haust en hann felst í að skrá gripi sem tilheyra skemmunni sem stendur við torfbæinn. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Facebook og Instagram síðum verkefnsins. Verkefnið hefur hlotið styrki í gegnum byggðaþróunarverkefni Betri Borgarfjörður. 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...