Skip to main content

Lista fyrir alla - um allt land

06. september 2021

List fyrir alla hefur opnað nýjan vef þar sem nálgast má yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna. Minjasafn Austurlands er að sjálfsögðu þar á meðal.

List fyrir alla er verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hefur verið starfrækt síðastliðin fimm ár. Markmið þess er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi þeirra að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Á vef verkefnisins List fyrir alla er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. Á nýja vefnum er hægt að fara í ferðalag um landið og kynna sér margvíslega menningarmöguleika fyrir börn og ungmenni á hverjum stað.

Listi Austurlands er fjölbreyttur og glæsilegur. Þar má meðal annars finna upplýsingar um Minjasafn Austurlands og marga fleiri skemmtilega og áhugaverða staði í fjórðungnum. 

 

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...