Skip to main content

Líða fer að jólum - desember í Safnahúsinu

30. nóvember 2021

Þegar aðventan gengur í garð er Safnahúsið klætt í jólabúninginn og söfnin bjóða til notalegra samverustunda fjarri jólaösinni.

Minjasafnið býður til jólastofu þar sem nostalgían og jólaandinn svífur yfir. Einnig verður hægt að læðast um sýningarsalinn í litlum jólaratleik en þar hafa 13 litlir jólasveinar og fylgifiskar þeirra falið sig. Þá verður að auki hægt að spreyta sig á spurningakeppni um jólin og jólahefðir. Ekki má heldur gleyma jóladagatali safnsins sem finna má á efnum. Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Á Bókasafninu svigna hillurnar undan nýjum bókum sem jólabókaflóðið hefur skolað upp á strendur safnsins. Einnig er búið að taka fram allar gömlu góðu jólabækurnar.

Á Héraðsskjalasafninu er búið að draga fram jólakort fyrri tíma sem mörg hver kalla fram notalegar minningar um þennan aldagamla sið.

Opnunartími í desember:
- Bókasafn Héraðsbúa: Alla virka daga 14:00-19:00.
- Minjasafn Austurlands: Alla virka daga 11:00-16:00. Aukaopnun á miðvikudögum fram að jólum, þá verður opið til 18:00.
- Safnahúsið verður lokað 23. og 24. desember.
- Opnunartíma safnanna milli hátíða má finna á Facebook síðum þeirra og á vefnum.

Minnum á persónubundnar sóttvarnir.

Verið hjartanlega velkomin í Safnahúsið í desember. 

 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...