Skip to main content

Líða fer að jólum - desember í Safnahúsinu

30. nóvember 2021

Þegar aðventan gengur í garð er Safnahúsið klætt í jólabúninginn og söfnin bjóða til notalegra samverustunda fjarri jólaösinni.

Minjasafnið býður til jólastofu þar sem nostalgían og jólaandinn svífur yfir. Einnig verður hægt að læðast um sýningarsalinn í litlum jólaratleik en þar hafa 13 litlir jólasveinar og fylgifiskar þeirra falið sig. Þá verður að auki hægt að spreyta sig á spurningakeppni um jólin og jólahefðir. Ekki má heldur gleyma jóladagatali safnsins sem finna má á efnum. Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Á Bókasafninu svigna hillurnar undan nýjum bókum sem jólabókaflóðið hefur skolað upp á strendur safnsins. Einnig er búið að taka fram allar gömlu góðu jólabækurnar.

Á Héraðsskjalasafninu er búið að draga fram jólakort fyrri tíma sem mörg hver kalla fram notalegar minningar um þennan aldagamla sið.

Opnunartími í desember:
- Bókasafn Héraðsbúa: Alla virka daga 14:00-19:00.
- Minjasafn Austurlands: Alla virka daga 11:00-16:00. Aukaopnun á miðvikudögum fram að jólum, þá verður opið til 18:00.
- Safnahúsið verður lokað 23. og 24. desember.
- Opnunartíma safnanna milli hátíða má finna á Facebook síðum þeirra og á vefnum.

Minnum á persónubundnar sóttvarnir.

Verið hjartanlega velkomin í Safnahúsið í desember. 

 

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...