Talið niður til jóla

Eins og undanfarin ár mun Minjasafnið telja niður til jóla með því að fjalla um 24 safngripi úr safnkosti safnsins, sem allir tengjast jólunum á einhvern hátt.

Fyrsti gluggi jóladagatalsins opnast á vef og Facebook-síðu safnsins á morgun,1. desember. Í vefglugganum verður mynd af gripnum og umfjöllun um hann. Á sama tíma mun gripurinn sjálfur birtast í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins. Þar munu gripirnir svo birtast einn af öðrum jafnframt því sem gluggarnir opnast á vefnum. Þegar jólin ganga í garð verða því 24 hlutir í sýningarskápnum, sem allir tengjast jólunum á einhvern hátt og verða þeir til sýnis til og með 6. janúar 2021.

 

Við hvetjum alla til að fylgjast með jóladagatalinu á vefnum, sem og að leggja leið sína í Safnahúsið og berja gripina augum. 

Við minnum jafnframt á að í desesember er hægt að finna sér ýmislegt til dundurs í safnahúsinu og tilvalið að leggja leið sína þangað og eiga notalega samverustund í friði frá jólaös og stressi. Á Minjasafninu verður sérstök jólaopnun á miðvikudögum í desember en þá daga verður opið til kl. 18:00. Sjá nánar hér.

Verið hjartanlega velkomin.