Skip to main content

Roðagyllt Safnahús

02. desember 2021

Þessa dagana slær roðagylltum bjarma á Safnahúsið. Markmiðið er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi.

Tilefnið er 16 daga árlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum og lýkur þann 10. desember sem er mannréttindagurinn.Yfirskrift átaksins er "Orange the world" eða "Roðagyllum heiminn" og í tilefni af því eru hinar ýmsu byggingar lýstar upp með appelsínugulum lit sem táknar bjarta framtíð án ofbeldis. Hér á landi er það Soropimistafélag Íslands sem hefur veg og vanda að átakinu.

 

Sveitarfélagið Múlaþing og Soroptimistaklúbbur Austurlands standa í sameiningu fyrir því að lýsa upp byggingar í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins og sýna þannig samstöðu og standa með konum. Auk Safnahússins á Egilsstöðum eru skrifstofur sveitarfélagsins á Djúpavogi og Seyðisfirði lýstar upp og á Borgarfirði er ljósi varpað á Fjarðaborg.