Ógnvaldar í Safnahúsinu

09. maí 2022

Víkingar, vopn þeirra og bardagaaðferðir voru til umfjöllunar í Safnahúsinu á dögunum þegar þeir Dr. William R. Short og Reynir A. Óskarsson, héldu þar fyrirlestur sinn: Ógnvaldar - bardagaaðferðir víkinga.

Þeir William og Reynir eru báðir félagar í Hurstwic hópnum, bandarískum samtökum sem hafa stundað rannsóknir á bardagaaðferðum og lifnaðarháttum víkinga í meira en 20 ár.  Í fyrirlestrinum fjölluðu þeir félagar um rannsóknir og rannsóknaraðferðir hópsins sem hafa oftar en ekki leitt til athyglisverðra og óvæntra niðurstaðna. Um efnið hafa William og Reynir einnig fjallað í bók sinni, Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat, sem út kom í fyrra. 

Meðal þess sem þeir félagar gerðu að umtalsefni í fyrirlestrinum var áhugaverður spjótsoddur sem varðveittur er á Minjasafni Austurlands. Lítið er vitað um gripinn annað en að hann er líklega mjög forn. Ekki er ólíklegt að starfsfólk safnsins leggist í nánari rannsóknir á gripnum í samstarfi við hópinn. 

Mynd: William Short segir frá rannsóknum Hurstwic hópsins.

Síðustu fréttir

Gripur mánaðarins - Febrúar
01. febrúar 2023
Þó það sé gaman að leika úti í snjónum þá er líka gott að geta leitað inn í mesta kuldanum! Þá er gott að geta gripið í gott spil, en nóg er til af þeim í safnkosti Minjasafnsins eins og víðar....
Óhefðbundnar sauðfjárlækningar - fyrirlestur í Safnahúsinu
31. janúar 2023
Þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fer fram í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00. Þar mun Hrafnkatla Eiríksdóttir snýkjudýra- og þjóðfræði...
Viðburðaríkt 2022
10. janúar 2023
Gleðilegt ár! Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er viðeigandi að líta um öxl og fara yfir það sem stóð upp úr í starfsemi safnsins á árinu 2022.  Segja má að árið hafi farið rólega af stað...

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum