Skip to main content

Ógnvaldar í Safnahúsinu

09. maí 2022

Víkingar, vopn þeirra og bardagaaðferðir voru til umfjöllunar í Safnahúsinu á dögunum þegar þeir Dr. William R. Short og Reynir A. Óskarsson, héldu þar fyrirlestur sinn: Ógnvaldar - bardagaaðferðir víkinga.

Þeir William og Reynir eru báðir félagar í Hurstwic hópnum, bandarískum samtökum sem hafa stundað rannsóknir á bardagaaðferðum og lifnaðarháttum víkinga í meira en 20 ár.  Í fyrirlestrinum fjölluðu þeir félagar um rannsóknir og rannsóknaraðferðir hópsins sem hafa oftar en ekki leitt til athyglisverðra og óvæntra niðurstaðna. Um efnið hafa William og Reynir einnig fjallað í bók sinni, Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat, sem út kom í fyrra. 

Meðal þess sem þeir félagar gerðu að umtalsefni í fyrirlestrinum var áhugaverður spjótsoddur sem varðveittur er á Minjasafni Austurlands. Lítið er vitað um gripinn annað en að hann er líklega mjög forn. Ekki er ólíklegt að starfsfólk safnsins leggist í nánari rannsóknir á gripnum í samstarfi við hópinn. 

Mynd: William Short segir frá rannsóknum Hurstwic hópsins.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...