Skip to main content

Sýningaropnun: Hreindýradraugur #3

15. júní 2022

Sumarsýning Minjasafns Austurlands, Hreindýradraugur #3, verður formlega opnuð á þjóðhátíðardaginn. Þar mun franski listamaðurinn François Lelong sýna skúlptúra og teikningar sem eru innblásin af hreindýrum og náttúru Austurlands og kallast á við fasta sýningu safnsins, Hreindýrin á Austurlandi.

Þetta er í þriðja sinn sem listamaðurinn sýnir hér á landi en áður hefur hann sýnt á Húsavík og á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Hreindýrin, tilvist þeirra á Austurlandi og fjarvera þeirra annars staðar á landinu hafa verið honum innblástur.

François Lelong er sjónlistamaður sem hefur í meira en áratug unnið með landslagið og innan þess. Hann velur staði fyrir inngrip og finnur þar efni sem hann notar í skúlptúra og innsetningar, gegnsýrðar af menningarlegum, félagslegum og sögulegum einkennum hvers staðar fyrir sig. Í gegnum vinnu hans hefur orðið til eins konar orðaforði afbökunar þar sem línur, sveigjur og för hafa stigvaxandi mótað einstakt tungumál sem sameinar náttúrufræði, fornleifafræði, sagnfræði og hugmyndina um yfirráðasvæði. François hefur alltaf haft áhuga á tengingum milli manna, dýra og umhverfis og vinnur með þau tengsl í gegnum blöndun ákveðinna spendýra, tilvist þeirra og sambönd þeirra við mannfólk.

Á fyrstu sýningu hans hér á landi, sem sett var upp á Húsavík, var fjarvera hreindýranna honum hugleikin og verkin innblásin af þeirri staðreynd að einu sinni voru hreindýrin partur af náttúru Norðurlands en ekki lengur. Þess í stað lifa þau áfram í ímyndunarafli mannfólksins og birtast í gegnum bein, tré og plöntur. François hefur síðan þá þróað þessa hugmynd áfram og unnið út frá dulúðinni og leyndardómnum sem fylgir hreindýrunum.

Í verk sín notar François náttúruleg hráefni sem fengin eru úr sama umhverfi og kveikjan að verkunum, m.a. hreindýrshorn og tré. Á sýningunni verða bæði til sýnis eldri verk og ný verk sem Francois hefur unnið að undanfarnar vikur hér fyrir austan.

Sýningin verður formlega opnuð á þjóðhátíðardaginn kl. 15:30. Eftir það verður hún opin á opnunartíma Minjasafns Austurlands en safnið er opið alla daga í sumar frá 10:00-18:00.

Nánari upplýsingar um listamanninn og verk hans má finna hér.

Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Safnasjóði og Múlaþingi. 

 

 

 

Síðustu fréttir

Afmælismoli - Notendur safnsins
18. september 2023
Á Minjasafninu fáum við til okkar ýmsa gesti héðan og þaðan. Á sumrin eru gestirnir að megninu til erlendir og innlendir ferðamenn en á veturna eru skólarnir á svæðinu duglegir að nýta sér safnið o...
Afmælismoli - Innra starf
08. september 2023
Verkefnum menningarminjasafna má skipta í fimm flokka sem allir tengjast innbyrgðis og segja má að treysti hver á annan. Þessi flokkar eru: söfnun, varðveisla, skráning, rannsóknir og miðlun. Verke...
Afmælismoli - húsnæði Minjasafns Austurlands
28. ágúst 2023
Við höldum áfram að tína til skemmtilega mola úr sögu Minjasafns Austurlands í tilefni af því að í haust verða 80 ár liðin frá stofnun þess. Nú beinum við sjónum að húsnæði safnsins í gegnum tíðina...