Skip to main content

Safngripir í þrívídd

29. júní 2022

Á dögunum bauðst safnafólki á Austurlandi að sækja námskeið í myndatöku og vinnslu á þrívíðum myndum af safngripum til að nýta í miðlun. Námskeiðið fór fram í Minjasafni Austurlands en var haldið að frumkvæði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Leiðbeinandi var Catherine Cassidy frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi en skólinn hefur átt í margvíslegu samstarfi við Gunnarsstofnun um árabil sem hefur leitt af sér fjölbreytt og áhugaverð miðlunarverkefni. Catherine leiddi þátttakendur í allan sannleikann um þá möguleika sem þessi tegund miðlunar býður upp á auk þess að kenna viðstöddum réttu handtökin við þrívíddarljósmyndun. Það er afar dýrmætt að fá slíkt tækifæri til að læra af sérfræðingum á þessu sviði og það verður spennandi að sjá hvernig þekkingin mun nýtast í miðlun á austfirskum menningararfi í framtíðinni.

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...