Skip to main content

Safngripir í þrívídd

29. júní 2022

Á dögunum bauðst safnafólki á Austurlandi að sækja námskeið í myndatöku og vinnslu á þrívíðum myndum af safngripum til að nýta í miðlun. Námskeiðið fór fram í Minjasafni Austurlands en var haldið að frumkvæði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Leiðbeinandi var Catherine Cassidy frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi en skólinn hefur átt í margvíslegu samstarfi við Gunnarsstofnun um árabil sem hefur leitt af sér fjölbreytt og áhugaverð miðlunarverkefni. Catherine leiddi þátttakendur í allan sannleikann um þá möguleika sem þessi tegund miðlunar býður upp á auk þess að kenna viðstöddum réttu handtökin við þrívíddarljósmyndun. Það er afar dýrmætt að fá slíkt tækifæri til að læra af sérfræðingum á þessu sviði og það verður spennandi að sjá hvernig þekkingin mun nýtast í miðlun á austfirskum menningararfi í framtíðinni.

 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...