Skip to main content

Safngripir í þrívídd

29. júní 2022

Á dögunum bauðst safnafólki á Austurlandi að sækja námskeið í myndatöku og vinnslu á þrívíðum myndum af safngripum til að nýta í miðlun. Námskeiðið fór fram í Minjasafni Austurlands en var haldið að frumkvæði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Leiðbeinandi var Catherine Cassidy frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi en skólinn hefur átt í margvíslegu samstarfi við Gunnarsstofnun um árabil sem hefur leitt af sér fjölbreytt og áhugaverð miðlunarverkefni. Catherine leiddi þátttakendur í allan sannleikann um þá möguleika sem þessi tegund miðlunar býður upp á auk þess að kenna viðstöddum réttu handtökin við þrívíddarljósmyndun. Það er afar dýrmætt að fá slíkt tækifæri til að læra af sérfræðingum á þessu sviði og það verður spennandi að sjá hvernig þekkingin mun nýtast í miðlun á austfirskum menningararfi í framtíðinni.

 

Síðustu fréttir

Afmælismoli - Notendur safnsins
18. september 2023
Á Minjasafninu fáum við til okkar ýmsa gesti héðan og þaðan. Á sumrin eru gestirnir að megninu til erlendir og innlendir ferðamenn en á veturna eru skólarnir á svæðinu duglegir að nýta sér safnið o...
Afmælismoli - Innra starf
08. september 2023
Verkefnum menningarminjasafna má skipta í fimm flokka sem allir tengjast innbyrgðis og segja má að treysti hver á annan. Þessi flokkar eru: söfnun, varðveisla, skráning, rannsóknir og miðlun. Verke...
Afmælismoli - húsnæði Minjasafns Austurlands
28. ágúst 2023
Við höldum áfram að tína til skemmtilega mola úr sögu Minjasafns Austurlands í tilefni af því að í haust verða 80 ár liðin frá stofnun þess. Nú beinum við sjónum að húsnæði safnsins í gegnum tíðina...