Skip to main content

Opnun sumarsýningar

01. júlí 2022

Fjölmenni lagði leið sína í Safnahúsið á 17. júní þegar sumarsýning Minjasafns Austurlands, Hreindýradraugur #3 var formlega opnuð. 

Á sýningunni eru til sýnis verk franska listamannsins François Lelong en hann hefur um árabil unnið málverk og skúlptúra sem innblásin eru af hreindýrum og náttúru Austurlands. Sýningin fléttast saman við aðra grunnsýningu safnsins, Hreindýrin á Austurlandi, og myndar þannig skemmtilegt samspil milli sögu, menningararfs og samtímalistar. Verk listamannsins vöktu verðskuldaðað athygli gesta á opnuninni enda eru þau bæði falleg, óvenjuleg og áhugaverð.

Fram kom í máli François við opnunina að hann væri hugfanginn af sögu hreindýranna hér á landi og samspili þeirra við mennina. Í verkum sínum vinnur hann með náttúrulegan efnivið og tvinnar saman menn, dýr og umhverfi. Í aðdraganda sýningarinnar dvaldi François á Fljótsdalshéraði á vegum Minjasafnsins og vann að nýjum skúlptúrum. 

Nokkuð er síðan síðast var boðið til formlegrar sýningaropnunar hjá Minjasafni Austurlands en á meðan heimsfaraldri stóð þurfti að aðlaga alla viðburði og sýningar að gildandi samkomutakmörkunum hverju sinni. Það var því sérstaklega ánægjulegt að geta á ný boðið gestum og gangandi að vera viðstödd formlega opnun og gleðjast með aðstandendum sýningarinnar. 

Verkefnið hlaut styrki úr Safnasjóði, Uppbyggingarsjóðir Austurlands og frá Múlaþingi.

Nánari umfjöllun um sýninguna má lesa hér.

20220617 Hreindyradraugur3
20220617 Hreindyradraugur2
20220617 Hreindyradraugur1
20220617 Hreindyradraugur5
20220617 Hreindyradraugur4
20220617 Hreindyradraugur7

Síðustu fréttir

Afmælismoli - Notendur safnsins
18. september 2023
Á Minjasafninu fáum við til okkar ýmsa gesti héðan og þaðan. Á sumrin eru gestirnir að megninu til erlendir og innlendir ferðamenn en á veturna eru skólarnir á svæðinu duglegir að nýta sér safnið o...
Afmælismoli - Innra starf
08. september 2023
Verkefnum menningarminjasafna má skipta í fimm flokka sem allir tengjast innbyrgðis og segja má að treysti hver á annan. Þessi flokkar eru: söfnun, varðveisla, skráning, rannsóknir og miðlun. Verke...
Afmælismoli - húsnæði Minjasafns Austurlands
28. ágúst 2023
Við höldum áfram að tína til skemmtilega mola úr sögu Minjasafns Austurlands í tilefni af því að í haust verða 80 ár liðin frá stofnun þess. Nú beinum við sjónum að húsnæði safnsins í gegnum tíðina...