Gersemar Fljótsdals

09. september 2022

Minjasafn Austurlands tók á dögunum þátt í hönnunarsmiðjunni Gersemar Fljótsdals en markmið hennar var að draga fram sérstöðu svæðisins í hönnun og þróun handverks.

Smiðjan var hugsuð sem vettvangur fyrir listafólk, handverksfólk og hönnuðu, faglærða sem ófaglærða, til að þróa hugmyndir að listmunum sem byggja á sérstöðu svæðisins og með áherslu á að nýta hráefni úr héraði. Þátttakendum gafst kostur á fá innblástur frá svæðinu og góð ráð frá sérfræðingum á sviði handverks, hönnunar og minjagripagerðar.

 

Byrjað var á fyrirlestrum í Minjasafni Austurlands þar sem þátttakendur voru leiddir inn í viðfangsefnið með kynningum á náttúru svæðisins og munum úr Fljótsdal sem Minjasafnið varðveitir. Þaðan var haldið í Hús handanna þar sem þátttakendur fengu að skoða það sem þar er í boði. Daginn eftir skoðuðu þátttakendur Valþjófsstaðakirkju og Snæfellsstofu auk þess að vinna að hugmyndum sínum í vinnustofum undir handleiðsu reyndra ráðgjafa. Margar góðar hugmyndir litu dagsins ljós og er það nú í höndum þátttakenda að þróa þær áfram. Stefnt er á að sýna afraksturinn á samsýningu þátttakenda í lok nóvember. 

Síðustu fréttir

Gripur mánaðarins - Febrúar
01. febrúar 2023
Þó það sé gaman að leika úti í snjónum þá er líka gott að geta leitað inn í mesta kuldanum! Þá er gott að geta gripið í gott spil, en nóg er til af þeim í safnkosti Minjasafnsins eins og víðar....
Óhefðbundnar sauðfjárlækningar - fyrirlestur í Safnahúsinu
31. janúar 2023
Þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fer fram í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00. Þar mun Hrafnkatla Eiríksdóttir snýkjudýra- og þjóðfræði...
Viðburðaríkt 2022
10. janúar 2023
Gleðilegt ár! Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er viðeigandi að líta um öxl og fara yfir það sem stóð upp úr í starfsemi safnsins á árinu 2022.  Segja má að árið hafi farið rólega af stað...

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum