Skip to main content

Gersemar Fljótsdals

09. september 2022

Minjasafn Austurlands tók á dögunum þátt í hönnunarsmiðjunni Gersemar Fljótsdals en markmið hennar var að draga fram sérstöðu svæðisins í hönnun og þróun handverks.

Smiðjan var hugsuð sem vettvangur fyrir listafólk, handverksfólk og hönnuðu, faglærða sem ófaglærða, til að þróa hugmyndir að listmunum sem byggja á sérstöðu svæðisins og með áherslu á að nýta hráefni úr héraði. Þátttakendum gafst kostur á fá innblástur frá svæðinu og góð ráð frá sérfræðingum á sviði handverks, hönnunar og minjagripagerðar.

 

Byrjað var á fyrirlestrum í Minjasafni Austurlands þar sem þátttakendur voru leiddir inn í viðfangsefnið með kynningum á náttúru svæðisins og munum úr Fljótsdal sem Minjasafnið varðveitir. Þaðan var haldið í Hús handanna þar sem þátttakendur fengu að skoða það sem þar er í boði. Daginn eftir skoðuðu þátttakendur Valþjófsstaðakirkju og Snæfellsstofu auk þess að vinna að hugmyndum sínum í vinnustofum undir handleiðsu reyndra ráðgjafa. Margar góðar hugmyndir litu dagsins ljós og er það nú í höndum þátttakenda að þróa þær áfram. Stefnt er á að sýna afraksturinn á samsýningu þátttakenda í lok nóvember. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...