Skip to main content

Gersemar Fljótsdals

09. september 2022

Minjasafn Austurlands tók á dögunum þátt í hönnunarsmiðjunni Gersemar Fljótsdals en markmið hennar var að draga fram sérstöðu svæðisins í hönnun og þróun handverks.

Smiðjan var hugsuð sem vettvangur fyrir listafólk, handverksfólk og hönnuðu, faglærða sem ófaglærða, til að þróa hugmyndir að listmunum sem byggja á sérstöðu svæðisins og með áherslu á að nýta hráefni úr héraði. Þátttakendum gafst kostur á fá innblástur frá svæðinu og góð ráð frá sérfræðingum á sviði handverks, hönnunar og minjagripagerðar.

 

Byrjað var á fyrirlestrum í Minjasafni Austurlands þar sem þátttakendur voru leiddir inn í viðfangsefnið með kynningum á náttúru svæðisins og munum úr Fljótsdal sem Minjasafnið varðveitir. Þaðan var haldið í Hús handanna þar sem þátttakendur fengu að skoða það sem þar er í boði. Daginn eftir skoðuðu þátttakendur Valþjófsstaðakirkju og Snæfellsstofu auk þess að vinna að hugmyndum sínum í vinnustofum undir handleiðsu reyndra ráðgjafa. Margar góðar hugmyndir litu dagsins ljós og er það nú í höndum þátttakenda að þróa þær áfram. Stefnt er á að sýna afraksturinn á samsýningu þátttakenda í lok nóvember. 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...