Líða fer að jólum - desember í Safnahúsinu
29. nóvember 2022
Þegar aðventan gengur í garð er Safnahúsið klætt í jólabúning og jólaandinn svífur yfir.
Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 15:00-18:00 bjóða Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa upp á notalega samverustund í skammdeginu. Hægt verður að búa til jólakerti, skoða grýluhelli, föndra, fræðast og skoða jólasýningu og jólabækur. Klukkan 16:30 verður lestrarstund fyrir börn á bókasafninu.
Opnunartími í desember:
-Minjasafn Austurlands:
Alla virka daga kl. 11:00-16:00 - Lokað á milli jóla og nýárs
-Bókasafn Héraðsbúa:
Alla virka daga kl. 13:00-18:00 - Lokað 23. og 30. desember.
Verið hjartanlega velkomin í Safnahúsið í desember.