Safnahúsið roðagyllt
25. nóvember 2022
Annað árið í röð er Safnahúsið baðað roðagylltu ljósi í 16 daga í nóvember og desember. Gjörningurinn er í tilefni af 16 daga átaki Soroptimista gegn kynbundnu ofbeldi.
Átakið hófst 25. nóvember sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum og lýkur þann 10. desember sem er mannréttindagurinn.Yfirskrift átaksins er "Orange the world" eða "Roðagyllum heiminn" Hér á landi er það Soropimistasamband Íslands sem hefur veg og vanda að átakinu. Þetta er í annað sinn sem Safnahúsið fær þann heiður að vera baðað roðagylltu ljósi en það var einnig gert í fyrra.