Skip to main content

Jólahefðir héðan og þaðan: Spánn

20. desember 2022

Næsti viðkomustaðurinn í jóla-heimsreisunni okkar er Spánn. Rafael Vázquez er spænskur og ólst upp í Madrid. Hann er menntaður í myndlist og grafískri hönnun en hefur búið á Seyðisfirði frá 2018.

„Á öllum svæðum Spánar má finna ríkulegar jólahefðir sem birtast í tungumáli, sjónarmiðum, þjóðtrú, matargerð og sögu. Og þar, líkt og í öðrum löndum, á sér stað þróun, aðlögun og yfirfærsla hefða frá öðrum menningarsvæðum sökum hnattvæðingarinnar meðal annars. Ég man t.d. sem barn hvernig Papá Noel (þ.e. jólasveinninn og kemur úr frönsku; Père Noël) var eitthvað sem maður var vanur að sjá í erlendum kvikmyndum en maður fékk ekki gjafirnar á jóladag heldur 6. janúar. Kvöldið áður fagnaði fjölskyldan komu Los Reyes Magso de Oriente (vitringanna þriggja) með því að taka þátt í stórri skrúðgöngu þar sem þeir kasta sælgæti til barnanna. Eftir gönguna og kvöldmat þurftum við að skilja eftir smá bita og skot (áfengi) fyrir vitringana og jafnvel morgunkorn fyrir kameldýrin þeirra (ekki mjólk og smákökur og engin hreindýr) svo þeir hefðu þrek til að koma öllum gjöfunum til skila. Óþægu börnin fengu kol í staðinn fyrir leikföng í skóinn. Annar mikilvægur hluti þessa morguns var Roscón de Reyes sem er stór og mikil brioche kaka með appelsínublóma olíu sem vinir og fjölskylda borða saman í morgunmat ásamt heitu og þykku súkkulaði. Inni í kökunni er lítil þurrkuð baun eða fígúra og sá eða sú sem fær hana þarf að borga fyrir allan morgunverðinn.

Við eigum eina illa veru sem heitir Heródes (Heródes konungur). Þann 28. desember er okkar 1. apríl og nefnist “El día de los Santos Inocentes” (dagur hinna saklausu dýrlinga) og þá hrekkjum við hvort annað. Þessi hefð er upprunnin (eða aðlögun kaþólsku kirkjunnar) úr minningarhátíð þar sem allra þeirra barna er minnst, sem voru myrt fyrir tilstilli skipunar Heródesar til að losna við Jesúbarnið, sem samkvæmt spám myndi annars steypa honum af stóli. Ekki beint vænsti náunginn.“

Hér er uppskrift af Roscón de Reyes: https://elcocinerocasero.com/receta/roscon-de-reyes

Myndir:
Roscón de Reyes: brioche kakan
Vitringarnir þrír
Hátíð á degi hinna saklausu dýrlinga

20221220 2
20221220 3
20221220 4

Síðustu fréttir

Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...
Fjöldi nemenda sem fengu fræðslu frá Minjasafninu með mesta móti
30. desember 2023
Sjaldan hafa fleiri nemendur tekið þátt í safnfræðslu Minjasafns Austurlands en á árinu sem var að líða en um 800 nemendur nýttu fræðsluverkefni safnsins á árinu. Fjöldinn hefur aðeins þrisvar veri...