Skip to main content

Fjölmenn jólagleði í Safnahúsinu

01. desember 2022

Húsfyllir var á jólasamveru Safnahússins sem fram fór í gær. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Bókasafns Héraðsbúa og Minjasafns Austurlands. 

Yfir 100 manns, börn og fullorðnir, mættu í húsið og tóku þátt í því sem þar var boðið uppá. Á Minjasafninu var hægt að spreyta sig á jólasveinaratleik og líta inn í Grýluhelli sem óvænt birtist í sýningarsal safnsins í byrjun aðventu.Á bókasafninu voru lesnar jólasögur og hægt að perla jólaskraut. Síðast en ekki síst gátu gestir skreytt kerti undir handleiðslu Guðrúnar Sigurðardóttur sem vakti mikla lukku. Þá var opnuð ný sýning í sýningarskápnum þá þriðju hæð hússins en þar mátt skoða margvísleg leikföng og jólagjafir fyrri tíma. 

Um leið og við þökkum öllum fyrir komuna minnum við á að Minjasafnið verður opið í desember alla virka daga milli kl. 11:00 og 16:00 þar sem hægt er að kíkja í grýluhellinn, leita að jólasveinunum og taka þátt í veður-ratleik. Lokað verður frá og með 23. desember til og með 1. janúar. 

 

20223011 Jol
20223011jol 3
20223011jol 2
20223011jol 1
20223011jol 5

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...